Saturday, August 07, 2004

Það er eitthvað roslega skrýtið að gerast


Það er fullt af fólki að safnast saman hérna fyrir utan hjá mér. Spilar háværa tónlist og er í skrýpafötum. Mér finnst þetta sniðugt. Ætli það verði skrúgánga?

Annars man ég eftir sama degi í fyrra. Þá var hroðaleg rigning og ég fór í brúðkaup en enga skrúgöngu. Það var líka ágætt.

Er annars ennþá í því að eyðileggja heimili mitt með að þykjast ætla að gera húsgögnin mín fín. Held að það mistakist að þessu sinni. Er líka að verða vitlaus á þessu að allt sé í drasli, ég skítugur uppfyrir haus og get ekki einu sinni sest neins staðar niður. Þetta lagast samt vonandi núna enda er ég búinn að fá mér kaffi. Var ekki vanþörf á þar sem ég var við það að fara að fá hausverk af koffínskorti. Ég er fíkill!

No comments: