Monday, August 02, 2004

Sýndi af mér óvæntan myndarskap



Tók mig til í gær og olíubar og jafnvel lakkaði meirihlutann af mublunum mínum. Eða svona þrjú borð. Það er að minnsta kosti drjúgur hluti af borðmublunum mínum. Verst að það fylgir þessu einhver undarlegur óþefur sem virðist seint ætla að fljúga út um gluggan eða svalahurð þó hún hafði verið höfð stillt á "opið" megnið af deginum.

Veit síðan ekki hvort það var þessi undarlegi þefur sem hélt fyrir mér vöku seinni hluta nætur en hallast frekar að því að það hafi verið útihátíðin sem fór fram á leiðinni heim af djamminu hjá einhverjum hópum fólks. Stóð gleðin með hléum til klukkan 7 í morgun þegar götusóparinn vinur minn kom sinn hefðbundna rúnt og sópaði líklega öllum upp í belginn sinn. Ef einhvers er saknað eftir nóttina er kannski ráð að tala við götusóparadeild hreinsunardeildarinnar. Ætli það sé annars hægt að vera deild í deild. Veit ekki hvort það geti talist nein ráðdeild.

En...
Ég er hins vegar svo yfir mig ánægður með útlitið á mublunum að ég hef lítið gert í dag annað en dást að herlegheitunum. Er að hugsa um að panta Hús og híbýli á staðinn... hmmmm nei annars, það er allt of plebbalegt.

Síðan...
Þar sem ég er endanlega hættur við alvöru fjallaferð um næstu helgi þá held ég að fríinu mínu verði líka frestað þangað til ákveðið verður að gera eitthvað viturlegt.

En...
Núna er svalagrill í matinn. Verður snætt á þessu eðalborði sem ég eignaðist upp á nýtt í gær.

No comments: