Saturday, August 14, 2004

Stakk af úr vinnunni og fór austur í sveitina mína


Eyddi seinni hluta vikunnar við rifrildi og ullargauf austur við Pétursey. Var bara gaman.

Annars þannig að einhver sem ekki alt veit skilji eitthvað þá er ég og fjölskyldan með skógræktarreit rétt fyrir norðan Pétursey þar sem heitir Fellsmörk. Erum þar með agnarlítíð hús (svona pinkupinkulítið) og vorum við bræður ég og Gúnninn þar austur frá á fimmtudag og föstudag að rífa eldri einangrunarmistök fyrri eiganda innan úr húsinu (sem voru úr einangrunarplasti ) og setja upp miklu vandaðri og betri einangrunarmistök (sem eru úr einkar vandaðri steinull sem við keyptum á Vík fyrir morðfjár eða svona helminginn af því). Og náttúrlega var ég með myndavéladrussluna mína meðferðis.

Síðan núna um helgina lenti ég inn á mjög svo merkilegri samkundu sem tengist þessu skógræktarbrölti mjög en það er aðalfundur Skógræktarfélags Íslands. Skrópaði reyndar á einhverjum hátíðarkvöldverði áðan. Það var bara of gott veður til að vera lokaður inni í einhverjum Ljónasal í Kópavogi heilt kvöld með fólki sem ég þekki eiginlega hvorki haus né sporð á, þó þetta hafi virst vera hið allra skemmtilegasta fólk. Í dag var nefnilega fyrri hluti þessa aðalfundar með sætsing túr upp í Hvalfjörð og til Þingvalla til að láta núverandi og fyrrverandi forseta planta trjám. Alltaf gaman að vera í föryneyti forseta. Annars verð ég að játa það að mér finnst Vigdís alltaf vera jafn rosalega merkileg persóna.

No comments: