Sunday, August 29, 2004

Svona af því ég ætlaði að blogga um það


Ætlaði á Stuðmannaball á Nesinu í gærkvöldi. Var svaka stuð örglega. Eftir að hafa torgað mexíkóskum pönnukökukjúklingi sem var skolað niður með áströlsku rauðvínssulli var arkað af stað. Við vorum svo endemis óforsjál að vera ekki búin að fá okkur miða fyrirfram og komumst því ekkert inn. Við gátum valið á milli þess að bíða í hálftíma og farið bara eitthvað annað. Ég var reyndar kominn langleiðina með að beita samböndum mínum innan bæjarstjórnar Seltjarnarnarness og hringja í BT en sá að mér á síðustu stundu því það væri ekkert sérstaklega sniðugt ef hann væri bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið eða jafnvel farinn að sofa.

Þess vegna var bara farið á Íslenska fánann á Nasa og þar var þokkalegasta stuð eftir að það fjölgaði aðeins á staðnum. Og nei það gerðist að sjálfsögðu ekkert merkilegt og ég vaknaði eitthvað hálf slappur um hádegisbil.

Í dag síðan gluggasmíði fyrir litla græna húsið. Gekk bara vel en er enn dálítið í land með þetta. Klárast vonandi í vikunni þannig að það verði hægt að fara smíðaferð austur í sveitina um næstu helgi.

Já annars, ég ætti kannski að fara að kíkja á þetta sem ég er alltaf að fá í tölvupóstinum:


I have a special_offer for you...
WANT TO MEET SOMEONE? INSTANT DOWNLOAD!
The first and only pickup, dating and seduction
guide. Written for men ... by women!
- Increase your sexual attraction.
- Give yourself that extra edge!
- Improve your sex appeal 1000%
- Gain more self confidence.
- Command respect at work!
- Get more dates!
- If not satisfied, you get your money back!
This is the only e-book of its kind available.
You get 2 FREE DVD's and a FREE one year subscription to MAXIM with every order!
Check out this great guide here


Það er annars dálítið undarlegt hvers konar spam maður fær. Ég fæ núna aðallega póst um þennan "dating guide" og síðan að háskólagráðan mín bíði eftir mér, sé tilbúin og loks fæ ég reglulega póst um að ég eigi að fá mér eitthvað Adipren megrunarduft til að skafa af mér aukakílóin. Sumir sem ég þekki fá ekki þetta spam heldur aðallega Viagra sendingar. Ég fæ þær aldrei. Fékk fyrr á árinu stöðugan póst um tippalengingar sem ég fæ ekki lengur mér til mikillar undrunar þar sem ég hef ekki tekið eftir að ég hafi náð neinum sérstökum árangri á því lengingarsviði.

No comments: