Those were the days
Ekki náðust nú öll þessi markmið maraþondagsins eins og til stóð. Vantaði fjórar sekúndur til að ná sama tíma og fyrir þremur árum en var reyndar mikið betri en fyrir tveimur árum. Og eitthvað klikkaði í skráningunni á klukkutímaklaufunum þannig að þar skráðist ekki neitt. Síðan er skráningin á mínum (eða minni ætti ég að segja) eitthvað vitlaus ennþá en er búinn að senda póst til að reyna að fá það lagfært.
En þessi menningardagur. Þetta er alltaf jafn gaman. Vafra um bæinn, hitta fólk og komast þá að því að maður hafi misst af helmingnum af því sem maður hefði viljað sjá. Og auðvitað með myndavélina stóru um öxl þar sem afraksturinn kemur fram
hér.
Og ekki var verrara að notfæra sér það að búa miðsvæðis og rölta heim á matartíma og bjóða uppá grillað hreindýr. Ekki sérlega slæmt nei.
Og arka svo bara aftur af stað. Og Egóið maður. Hvar hafa þessir menn eiginlega falið sig. Þetta var bara flashback um svona 20 ár eða rúmlega það þegar það var búið að spila góðan part af geislavirkuplötunni.
Og flugeldasýningin. Það er annars dálítið fyndið að flugeldasýningin var hér áður fyrr aðal númerið á menningarnóttinni. Jú hún var ágæt en ekki það sem skipti mestu máli. Jú ágætis endir á ágætum degi.
Og síðan frábær tilviljun. Þegar við og bróðirinn vorum að fara af stað frá Miðbakkanum þá fórum við að tala um að það vantaði bara Palla og Rósu til að fara á pöbb eins og árið áður. Já, það væri náttúrlega óhugsandi tilviljun að hitta aftur á þau á sama stað og ári áður. En hvað. Leið ekki nema svona hálf mínúta þangað til einhver sagði "Sælir bræður" eða eitthvað álíka. Fórum aftur á sama subbulega billjardbarinn og í fyrra. Barinn var alveg eins, fyrir utan að vera einu ári subbulegri.
En þetta var allt frábært.