Þegar ég var lítill var ég með smekk til að ég subbaði mig ekki allan út. Mig minnir að það hafi verið blá önd á þessum smekk og ég geri ekki ráð fyrir að hann hafi verið dýr. Núna er ég kominn með nýjan smekk. Það er engin sæt blá önd á honum heldur eitthvað rándýt. Það er hann að minnsta kosti.
Fyrir svona 10 dögum fann ég ekki úrið mitt einn morguninn. Ég þykist reyndar nokkuð viss um að ég var með það heima hjá mér kvöldið áður en þrátt fyrir að íbúðin sé ekki sérlega víáttumikil þá hef ég ekki fundið það ennþá. Fór þess vegna að svipast um eftir einhverju í staðinn.
Fór í Kringluna um daginn og sá þá að öll úrin þar voru forljót fyrir minn smekk.
Labbaði mér síðan niður Laugaveginn áðan og skoðaði í alla úralega búðarglugga sem ég komst yfir. Flest fundust mér þau ljót eða ómuleg fyrir minn smekk. Loksins fann ég eitt sem mér leist helvíti vel á. Já, alveg þangað til ég sá verðmiðann. Sextíu og eitthvað þúsund kallar. Nei ég þarf að fá mér einhvern annan smekk. Ef einhver á ódýran smekk handa mér með blárri önd á þá vinsamlegast látið mig vita.
No comments:
Post a Comment