Friday, December 03, 2004

Lostæti

Sumar myndir eru þannig að það er hægt að horfa á þær aftur og aftur og það er alltaf gaman.

Núna er verið að sýna Delicatessen og ég hef ekki grænan grun um hvað ég hef séð hana oft. Einhvern tíman í bíó og síðan einhvern tíman í sjónvarpinu. Hvað oft? Ekki spurja mig.

Og hún er ennþá jafn útópísk og hún hefur alltaf verið.

Ég ætlaði annars í heví fjallaferð um helgina en lét hana frestast út af væntanlegri stórhríð uppi á Fimmvörðuhálsi.

No comments: