.
.
.
Er annars búin að vera strangavika núna í heilan mánuð og verður það áfram en reyndar er stranga strangasta vikan kannski að verða búin. Sem smjatt allt í veseni.
Komst að því í vikunni tvisvar sinnum að ég er haldinn sérstakri fælni. Ég er með fóbíu fyrir púltum. Ég hélt þangað til í þessari viku að ég væri orðinn sæmilega vanur að koma fram og segja eitthvað fyrir hóp af fólki en fékk það tvisvar sinnum óþvegið frá taugakerfinu að ég er það alls ekki. Að minnsta kosti ekki ef það er púlt þarna einhvers staðar. Þetta er annars alveg undarlegur andskoti. Ég á ekki að eiga í neinum vandræðum með að bulla um hvað sem er fyrir framan hvern sem er. Og fyrir þá sem þekkja mig ekkert mikið en hafa tekið eftir hvernig ég bulla hér á þessari bloggsíðu þá má það fylgja með að í eigin persónu bulla ég oft á tíðum á nákvæmlega sama hátt. Þess vegna er það stórundarlegt að ég geti farið í kerfi við það að standa fyrir framan nokkrar hræður og bulla eitthvað en það gerðist sem smjatt tvisvar í þessari viku... og mér líður hálf skelfilega yfir þessu.
.
.
.
En... Það er kominn sknjór þannig að kannski get ég bara tekið gleði mína á ný. Það heyrðist meira að segja marr í morgun þegar ég kom út.
....
No comments:
Post a Comment