Sunday, November 28, 2004

Auglýsingamennskunni eru engin takmörk sett!


Moggin to day, originally uploaded by eirasi.

Þegar ég sótti Moggann í gærkvöldi þá sá ég að það voru ekki bara auglýsingaskrumblöð (svona ruslatunnumatur á mínu heimili) sem fylgdi málgagni sjálfstæðra manna að innanverðu heldur var þessi óværa orðin útvortis líka. Það hafði einhverri mannvitsbrekkunni hjá Mogganum dottið í hug að samþykkja að líma einhvern ótætis límmiða framan á blaðið.

Nú þegar ég syfjaður í morgun ætlaði að fara að skoða Moggann þá auðvitað rifnaði þetta allt í tætlur og við blöstu einhver dularfull augu af síðu þrjú. Varð ég svo skelfdur við þetta [það er þessi dularfullu augu] að ég hef ekki haft þor enn sem komið er til að opna blaðið. Sem er auðvitað hið verstasta mál því "eina ástæðan" fyrir að ég kaupi snepilinn er auðvitað krossgátan hennar nákvæmlega jafnöldru minnar sem kemur þarna í sunnudagsblaðinu.
.
.
.

Bíddu annars aðeins. Hún er í einu af þessu hroðalegu aukablöðum sem er troðið innaní. Kannski get ég náð því út þan þess að hljóta alvarlegan skaða af!
.
.
.

Jú það tókst. Þá er helgin endanlega ónýt og ég þarf að fara að leysa krossgátu.
Sé ykkur eftir viku.

Og Stína, ekki segja mér að hætta bara að kaupa Moggann!


No comments: