Sunday, November 21, 2004

Dóttir beinagræðarans

Var að lesa


Tókst að klára bók í veikindunum ´dag sem hef verið að lesa síðustu vikuna, Dóttur beinagræðarans eftir Amy Tan. Átakaleg lesning og að sama skapi góð bók held ég að ég verði að segja. Fann alveg innilega til með fólkinu í bókinni og gat ekki skilið af hverju lífið þurfti að vera svona hjá sumum en henni Amy Tan tókst samt að lýsa þessu án þess að þetta verða væmin eða gera bókina leiðinlega. Held að bókin flokkist seint undir spennubókmenntir en samt var meiri spenna í henni en mörgum bókum sem eiga aðallega að seljast út á spennuna. Hef reyndar lesið meira eftir sama höfund og bækurnar hennar virka oft dálítið mikið eins og hún sé raunverulega að segja frá sjálfri sér þó það sé tæpast raunin.

No comments: