Sunday, November 21, 2004

Veikindablogg

Ég hef tekið eftir því að óvenju fáir eru að lesa bloggið mitt þessa dagana og þá eru það eiginlega sárafáir. Og ég er glaður með það þar sem bloggið mitt er búið að vera aðallega um veikindi og aumingjaskap míns sjálfs. Hvur gæti haft mikinn áhuga á því nema þá kannski manns næsttengdustu. Ég er þó ekki enn orðinn svo slæmur að vera farinn að blogga návkæm sjúkdómseinkenni eins og hvort ég hafi haft góðar hægðir í dag eða ég sé betri af fótsveppunum sem ég fékk í sundi nýlega. Ætti kannski að blogga um hvort tveggja en held að ég láti það vera.

Þar sem engin heimsendingarþjónusta var á helstu nauðsynjum sem voru að klárast [les: súkkulaði] þá brá ég undir mig betri fætinum eða reyndar betra bíldekkinu og fór bara fársjúkur maðurinn út í búð. Það endaði með að rifjaðir voru upp taktar í eldamennsku sem endar samt vonandi ekki með alvarlegri matareitrun.

Ég er reyndar að gera merkilega rannsókn á gildi súkkulaðis í lækningaskyni. Það eru margar þekktar staðreyndir til um súkkulaði s.s. að konum þyki það upp til hópa betra en kynlíf en ég hef ekki enn séð neitt um gildi þess í lækningaskyni. Það er ég núna sem sagt að prófa á sjálfum mér. Ég er samt kannski búinn að eyðileggja tilraunina með því að hafa eldað mér eitthvert karrýkjöt ala Raggi him self núna áðan. En það verður bara að hafa það. En ég var að átta mig áðan á því að ég er í alvörunni fárveikur þar sem ég var að komast að því mér til mikillar undrunar að ég hef gleymt að fá mér kaffi í allan dag. Slíkt hefur ekki gerst lengi! Bíð núna skelfdur eftir hausverkinum ógurlega.

No comments: