Tími ullarpeysunnar er runninn upp eina ferðina enn. Það er komin keppni um hver á þykkustu ullarpeysuna eða flestar peysuarnar. Dúnúlpur ku geta skorað nokkuð hátt líka í þessari keppni. Ég er kominn með átta stig í peysukeppninni en hef ekki enn skráð mig til leiks í dúnúlpukeppninni. Ef það snjóar meira gæti ég stolist til að fara á skíðum í vinnuna. Verst að þessi snjóruðningstæki eyðileggja alla skemmtunina sem maður gæti haft af þessu
Það er kalt.
Ég er síðan með hálfgerða vesöld og væri annars á skíðum uppi í Heiðmörk. Þó ég hafi ekki komið þangað í bráðum heila viku þá veit ég að það er kveikt á æfintýralandinu þar. Kannski ég þurfi að láta mér batna agnarlítið áður en ég kemst á skíðin. Hvort sem það verður nú upp í Heiðmörk eða bara í vinnuna mína.
No comments:
Post a Comment