Monday, November 22, 2004

Ég elska íþróttafréttir

Ég er að reyna að skilja þetta. Til hvers eru íþróttafréttir til annars en að flæma vitiborið fólk (eða vitlaust ef ég er svoleis) frá útvarpinu eða sjónvarpinu.

Ég hélt reyndar að ég myndi bara enda í alvarlegu ástarsambandi við sjónvarpið í kvöld þangað til Helgarsportið komst loksins á dagskrá og kom fyrir mig vitinu.

Stundum get ég bara ekki að því gert að þegar það er til dæmis farið að þylja upp hver skoraði í hvaða mark í hvaða leik í deildarkeppni í krummaskuði úti æi henni Evrópu þá þætti mér jafn gáfulegt að heyra hvað bæjarstjórinn sem var á leiknum tæki oft í nefið á meðan hann klóraði sér í eyranu.

Er þetta bara eitthvað sem hann vitlausi ég skilur ekki?

No comments: