Skildi bíldrússluna eftir á dekkjaverkstæði þegar ég var hálfnaður í vinnuna í morgun. Þessi fyrri partur af ferðinni í vinnuna gekk ekkert of vel. Þurfti ég að beita klækjum til að komast áfram og var reyndar aðal trixið að sneiða fram hjá öllum brekkum. Að minnsta kosti brekkum sem ég gæti þurft að stoppa í. En þetta er sem sagt allt annað líf.
Ég er síðan kannski bara gamall og fúll en er ekki dálítið snemmt snemmt að einhver útvarpsstöð spili nú þegar eiginlega ekkert nema jólalög? Er að minnsta kosti ekki fyrir minn smekk.
Heilsan er loks ekkert sérstök en sleppur samt alveg fyrir horn. Hóst hóst.
No comments:
Post a Comment