Sunday, November 28, 2004

Jóladjammið

Það er rigning og þá nennir maður ekki neinu nema að blogga!

Jám, það var jóladjamm í vinnunni minni á föstudagskvöld. Tók alla nóttina með því að fara í bæinn og á hinn endurvakta stað, REX.

Þetta var allt ágætt. Stuð fyrst á Skydol keppni og hægt að hrista sig við gamla slagara á dansgólfinu. Síðan á Rex þá fékk ég mér Viskí sem var bæði það besta, dýrasta, elsta og sorglegasta sem ég hef nokkurn tíman fengið. Já: Það var gott - einfaldur kostaði eins mikið og tvöfaldur af öðru viskíi - það var búið að vera með kosningarétt í sjö ár minnir mig - en það sorglega var að þegar ég var hálfnaður með það þá lagði ég glasið frá mér og einhver tók það líklega í misgripum fyrir tómt glas og hellti guðaveigunum!

Síðan eftir kvöldið er ég mest spenntastur að vita hvort Þórhildur ætli að standa við það að fara að skokka með okkur Kilimanjaró förum. Ef hún gerir það þá verð ég að minnsta kosti að taka mig saman í andlitinu líka og skokka með þeim og henni. Ekki gengur að þeir villimenn gangi frá henni.

No comments: