Hrökk við með andfælum.
Var ekki bara pósturinn Pálína (eða þannig) komin með stóran stóran pakka handa mér - en reyndar grunsamlega léttan.
Þetta leit nú annars ekki vel út því þegar ég ætlaði að fara að borga þá voru debetkortin mín algjörlega útrunnin. Tókst reyndar að bjarga þessu í horn með að millifæra. Það bætti reyndar ekkert úr skák að það var eitthvað leiðindabréf þarna líka vegna einhvers miskilnings löggunnar um daginn af því að ég var ekki með ökuskírteinið mitt meðferðis.
En mér tókst að borga og taka á móti stóra stóra pakkanum sem var fullur af einni lítilli linsu.
Æddi út með það sama og tók mynd... af bara einhverju. Lækjartorg varð fyrir valinu.
Svo sem ekki merkileg mynd en alveg örugglega alvöru gleiðhornsmynd.
En nei, þessi kemst ekki að sem mynd vikunnar.
Wednesday, November 24, 2004
Það var bankað hjá mér í kvöld
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment