Ég er að velta fyrir mér hvort það megi spila á munnhörpu þegar maður er að keyra bíl. Ef þú sérð ungan gráhærðan mann á Fólksvagen bíðandi á rauðu ljósi blásandi í munnhörpu þá gæti það nefnilega verið ég.
Ég hef mjög einfalt markmið varðandi munnhörpuleik. Verða það góður að fólk geti giskað á hvaða lag ég er að spila með sæmilegu öryggi. Fyrir þá sem hafa heyrt mig spila þá vita þeir að þetta er nokkuð háleitt markmið.
Hún er flott en það heyrist kannski ekki jafn flott... En hún rokkar líklega ekki,
No comments:
Post a Comment