Saturday, November 20, 2004

Í slappleika sínum

Getur maður farið að skoða bloggið sitt. Alltaf rosalega gaman.

Sé að fyrir ári síðan fór ég út á lífið og dansaði við ljóshærða stelpu sem fannst ér líklega vera gamall karl. En ég hélt samt heilsunni eftir það.

Um seinustu helgi fór ég nebblega líka út á lífið og dansaði við ljóshærða konu sem fannst ég vera lítil barn.

Ekki veit ég hvort kvef mitt og almenn vesöld er frá henni komin en ekki yrði ég hissa þó hún bölvi mér núna í sand og ösku fyrir að ég hafi smitað hana sjálfa af þessu hræðilega kvefi.

Fyrir tveimur árum var ég nú síðan hvorki búinn að blogga mart né merkilegt en reyndar er elsta bloggfærslan mín í henni þessari netveröld að verða tveggja ára:


Monday, December 02, 2002
Fór í bæinn, enda ekki langt að fara. Labbaði bæði upp og niður laugaveginn í öfugri röð.
3:05 PM

Saturday, November 23, 2002
Eitthvað bara að prófa, er þetta ekki algjör vitleysa????

hmmmmmm......
4:51 PM


En þetta var sem sagt bloggað af mínum "áður en hann fór að blogga".

No comments: