Monday, November 08, 2004

Algjör spæling!

Ég passa mig sko á að gera þetta ekki aftur. Að minnsta kosti ekki fyrr en ég er farinn að geta eitthvað. Fór nebblega í WorldClass áðan og fann ekkert hlaupabretti með útvarp í lagi nema við hliðina á einni af albrjáluðustu hlaupaspírunum sem stunda skemmtistaðinn. Ég náttúrlega laumaðist til að kíkja á hvað hún væri að hlaupa. Reyndar alveg eins og ég er vanur því ég fer yfirleitt alltaf í ímyndað kapp við þann sem er við næsta hlaupara og reyni helst að ná honum. En nei það var borin von. Hún var búin að hlaupa 10 km á brettinu á innan við 50 mínútum. Ég varð að játa mig sigraðan á staðnum. Hljóp reyndar ekkert hægar en hún kannski á meðan við vorum þarna að hamast en ég lét mér bara 3-4 km duga sem heildarvegalengd. Ég gat kannski helst huggað mig við það að það var einhver strákur við hliðina á mér sem var nú bara á mínu kaliberi eða varla það í hlaupinu held ég.

Mér sýndist síðan á tímabili að hún væri að kíkja á hvað ég væri að hlaupa þannig að hún flokkar mig núna líklega sem óttalegan aulingja. En núna verða hlaup og hvers konar fíflagangur stundaður að kappi næstu mánuðina enda má Kili fara að vara sig!

En hjálpi mér allir heilagir. Ég má ekki vera að þessu, klukkan er orðin hálftíu. Ég þarf að fara að búa til eitthvað skemmtilegt til að segja í fyrramálið á setningu Stjórnunarviku Stjórnvísi.


....

No comments: