Jónsmessunæturdraumur
Þá er jónsmessunóttin í algleymingi. Ég heyri útundan mér malandi beljur og álfar dansa í hverjum hól.
Fékk mér áðan Jónsmessuhjólatúr. Kom við í Laugardalnum þar sem gerð er alvöru tilraun til að koma á Jónsmessuhátíð. Mér finnst að Íslendingar ættu að gera miklu meira úr Jónsmessunni eða eiginlega frekar sumarsólstöðunum sem voru reyndar um helgina. Nánartiltekið rétt uppúr klukkan sjö á laugardagsvkvöldið. Ég veit nú eiginlega ekki hvernig þessi Jónsmessuhátíð þeirra húsdýragarðsmanna í Laugardalnum var heppnuð. Það var mikið í lagt og gekk á með álfum og huldufólki og alls kyns furðufyrirbærum. Það var varðeldur og söngu en einhvern veginn finnst mér að það sé meiri stemning á varðeldinum í Básum heldur en þarna. Þetta var annars ágætt.
Uppi í Elliðaárdal hitti ég Gunnsa sem virðist elta mig á röndum orðið. Hitti hann annan hvern dag. Ekki var nú döggin í Elliðaárdalnum ýkja mikil. Reyndar svo lítil að óskarætingar gætu verið í stórhættu. Skiptir kannski ekki svo miklu máli fyrir mig því ég ruglaðist alveg í óskinni minni.
No comments:
Post a Comment