Jæja, komin ný spurning á síðuna
Ætlaði alltaf að henda út gömlu spuningunni minni um hvernig allir keyra - líklega allir búnir að gleyma henni og svo virkaði sú spurningasíða aldrei. Auðvitað keyra líka allir með flautunni. Ég geri það að minnsta kosti.
En núna er ég sko póltískur. Get bara ekki orðabundist út af öllum þessum tvískinnungi. Til hvers er þessi her hjá okkur sem öllum þykir svo vænt um? Er hann til að verja okkur eða til að við getum grætt á honum. Ég hef meira að segja heyrt málsmetandi menn og konur segja að við gætum ekki verið sjálfstæð nema herinn væri hérna. Við hefðum aldrei efni á að vera þjóð nema að geta grætt svona hrikalega á bandaríska hernum á Miðnesheiði. Kommon eins og maður segir á góðir úttlensku. Við erum sjálfstæð held ég þrátt fyrir að hér sé bandarískur her. Það sem einna helst gerir okkur að ósjálfstæðri þjóð að mínu mati er að hér er erlendur her. Setulið nokkurn veginn óslitið frá því bretar hernámu okkur 1940. Blessuð sé sú minning og aðgerð.
Mín vegna má þessi her svo sem alveg vera hérna en ég hef hins vegar aldrei getað skilið frá því ég var svona 10 ára og trúði á rússagríluna að hann væri hér til að vernda okkur.
No comments:
Post a Comment