Og þannig var það að sjálfsögðu hjá mér!
Fyrirhuguð var gönguferð yfir Fimmvörðuháls til að ég kæmist í gangandi í grín og glens í Þórsmörk en þangað kem ég aldrei akandi. Raunverulegur tilgangur ferðarinnar var sem sagt að ég kæmist í gleðina í Básumum hvítasunnuna en yfirlýstur tilgangur var gönguferð starfsmanna Skýrr yfir Fimmvörðuháls.
Þar sem okkur hafði einhvern vegin mistekist að ákveða að leggja af stað á mínum kristilega tíma þá þurfti ég að vakna klukkan 6:15 um morguninn. Frekar þreytt eftir að hafa ekki farið að sofa fyrr en klukkan var farin að nálgast eitt kvöldið/nóttina áður. Bölvaði smá og nennti ekki að hita vatn á hitabrúsa (sem ég átti auðvitað eftir að dauðsjá eftir). Drösslaðist af stað og var kominn niður á BSÍ rétt um klukkan sjö. Þá kom það náttúrlega í ljós að afgreiðslan þar opnar ekki fyrr en klukkan átta. Með harðfylgi tókst samt að ná sambandi við starfsmenn pakkaafgeiðslunnar sem tóku við okkar hafurtaski inn í Þórsmörk. Merkt kyrfilega Básar og mér. Var þetta áætlað heil 120 kg sending. Held að það hafi reyndar verið mjög vanáætlað.
Lögðum af stað í labbið rétt fyrir klukkan 10 eða ég sko, sem góðum fararstjóra sæmdi þá lagði ég seinastur af stað.
Kvennabrekkan gekk bara vel og það var ætt fram hjá Hestvaðsfossi og hvað þeir heita. Snætt nesti einhvers staðar þegar við vorum komin vel áleiðs að Króksfossi. Stiginn upp á göngubrúna reyndist vera horfinn veg allrar veraldar en brúin var í góðu lagi.
Fúkki var fínn að vanda. Bættum aðeins við fúkkann með svitanum af okkur sjálfum. Átum ediláns flatkökur með slungi. Enginn var með kampavín þannig að við héldum bara áfram.
Snjórinn var frekar lítill. Hefði reyndar náð okkur upp fyrir haus ef við hefðum sokkið niður á botn en þar sem enginn var yfir 300 kg í ferðinni þá varð það ekkert til trafala. Fylgdum stikuðu leiðinni sem er nokkuð vel stikuð á köfflum.
Útbítti alls kyns gleðipipllum til þátttakenda sem fóru að kenna sér meina hér og þar. Gekk það reyndar svo langt að sumir voru farnir að biðja um sér íbúfen við verkjum hér og þar. Verður þessi ferð e.t.v. kennd við íbúfen átið hið mikla.
Allir komust þó yfir hálsinn þó mér hefði ekkert litist á sársaukagretturnar sem voru farnar að koma á stundum. En þetta hafðist nú allt með guðs hjálp. Gerðum bara eins og Guðmundur frá Miðdal þegar hann hét á æðri máttarvöld og sór þess dýran eið að reisa skála fjallamanna á Fimmvörðuhálsi:
"Í áheyrn ykkar þriggja fóstbræðra minna sver ég við Goðastein, Stórkonufell, Einhyrning, Heljarkamb, Hvítmögu, Entu, og Kötlu að reisa hér á þessum stað skála Fjallamanna. Ég bið dverga og hamratröll að heyra orð mín og veita stuðning."
Við komumst sem sagt yfir með hjálp dverga og hamratrölla og sáum yfir Heljarkamb.
Reyndar voru sumir svo snjallir að vera ekki að hengslast þar í keðjum eins og flestra er siður heldur renndum við okkur fimlega í gegnum gat eitt mikið sem við höðum heyrt sagnir af.
Morinsheiðin reyndist jafn flöt sem endranær og harðfiskurinn undir heiðinni rann ljúflega niður við fuglasöng gulufuglanna sem voru búnir að taka sér bólfestu í höfðum íbúfenætanna. Voru þeir að vonum öfundaðir mjög. Fuglarnir sko.
Kattarhryggir urðu að láta í minnipokann og niður á jafnsléttu undir fálkahöfði komust þeir seinustu sem verða einhvern tíman fyrstir á um átta og hálfum tíma. Miðað við allt og ekkert þá er það bara harla gott enda við ekki í neinni kappgöngu.
Mikið stuð var í Básum að vanda á laugardagskvöldi. Grillið var megafrábært og fær Tobbi þvílíkar þakkir að hann mun ganga boginn í baki það sem eftir lifir árs. Verður rétt búinn að jafna sig þegar hann panta fyrir næstu grillveislu. Jæja, það gæti reyndar orðið um næstu helgi. En annars þá var þetta frábært og ekki verra þegar við komumst að því að með í för var alvöru kokkur!
Varðeldurinn stóð fyrir sínu og það var sungið og trallað framundir morgun. Og hún var með einfaldan giftingarhring!!!!!!!!!
Hádegisgrillið daginn eftir varð síðan megafrábært. Hvílíkt át, hvílík gleði, hvílík hamingja. Maður verður bara að fara þetta einhvern tíman aftur! Verst að okkur tókst ekki að klára allt kartöfflusallatið þrátt fyrir góðar tilraunir!
Herlegheitin eru síða komin á netið í myndaformi einhvers staðar hér: Fimmvörðuháls um Hvítasunnuna 2003. Virkar reyndar ekki alveg ennþá þar sem plássið á heimasíðunni minni kláraðist með þessum 5 megabætum af myndum en það stendur til bóta. Myndirnar eru þarna samt. Smella bara á einhverja þumalputtamyndina og þá kemur þetta!
No comments:
Post a Comment