Trjáplöntun
Er núna búinn að planta trjám upp að öxlum. Á mér sko en ekki trjánum. Fór í "sveitina mína" austur í Mýrdal þar sem landnemar á Fellsmörk voru með sameiginlegan gróðursetningardag. Varð reyndar dálítið seinn af stað af því að ég var alltaf að bíða eftir að litla systir mín myndi sko hringja í mig og segjast vera að fara að verða tilbúin. Neinei, hún var þá bara alveg tilbúin og skildi ekkert í því af hverju ég drattaðist ekki til hennar.
Plöntuðum síðan Landgræðsluskógatrjásum upp um allar hlíðar. Var reyndar verst að ég komst að því að grenitrén sem við gróðursettum árið áður á sama svæði voru frekar illa farin en birkitrjén voru hins vegar alveg stórfín.
Uppgötvaði síðan nýtt vandamál sem ég átti ekki von á að myndi há trjárækt í Mýrdal. Það hafa verið svo hroðalegir þurrkar þarna í vor og sumar að trén eru sum hver hálfþornuð upp og farin að drúpa höfði. Eða ég vona að minnsta kosti að vönkuðuð trén séu með vantsskort en ekki komin með einhvern dularfullann sjúkdóm.
Á eftir gróðursetningunni var síða efnt til herjarinnar grillveislu hjá þeim Hjalta og Júlíu. Svakalega flott hjá þeim!!!
Eftir að hafa tekið sólstöðumyndir á leiðinni heim þá rakst ég á nýju nágrannakonuna mína sem er greinilega ekki jafn hroðalega seinþreytt til vandræða og ég því hún var að banka uppá hjá honum ógeðisnágranna mínum (þessum partýóða með hundinn) og til að kvarta. Eitthvað sem ég hefði átt að gera kannski frekar en að öðlast í staðinn hatur á manninum og öllu því sem honum tilheyrir. Það er bara einvhern veginn ekki í mér að vera að kvarta í ömurlegum nágrönnum eða ömurlegu fólki, heldur reyni ég að leiða það einhvern veginn hjá mér.
No comments:
Post a Comment