Tuesday, June 03, 2003

Aumingjans bóksölumenn og aðrir í símasölu
Er stundum að velta fyrir mér að líklegast ætti ég að fara að setja svona rautt merki við mig í símaskránni. Ekki til að vernda mig heldur til að nýta betur tíma þeirra sem eru í þessari símasölu. Úr því að þetta dynur á manni alltaf af og til þá reikna ég einhvern veginn með því að það kaupi einhver eitthvað í gegnum svona sölu - ég geri það bara ekki sjálfur.

Já góðan daginn er eiraggi við?

Ha, já þetta er hann / svo sem ekki von á mörgum öðrum að svara símanum mínum!

Er ég nokkuð mikið að truffla?

Ha, nei þetta er allt í lagi / allaf að reyna að vera ekki mjög ókurteis en kannski hefði ég bara átt að segjast vera ferlega upptekinn en þá hefði þessi hinum megin á línunni örugglega bara viljað fá að hringja aftur!

Ég vildi nefnilega segja þér frá tilboðum sem eru hjá Eddu miðlun

Hmmmm jáááá / er svona ekkert svakalega glaður

Já við erum með orðabókina þessa íslensku og hún er á bara 16000 krónur .............

Nei ætla ekki að kaupa hana / ég kaupi mér nefnilega yfirleitt bækur af því að mig langar í þær en ekki af því að einhvern langar til að selja mér þær.
Síðan eru líka orðabækur í tveimur bindum eitthvað það kjánalegasta sem ég get hugsað mér. Ef orðabók er orðin svo stór að hún kemst ekki í eitt bindi þá hlýtur hún að fara betur í þremur bindum en einu

Já svo er ég líka með Perlur í náttúru Íslanands sem eru á sérstökum kostakjö.............

NEI ég hef ekki áhuga / enda lanar mig ekkert í einhverjar myndabækur á 10-20 þúsund kall stykkið sem eru síðan svo asnalega stórar að þær passa ekki einu sinni í bókahillu. Eru líka til hjá foreldrum mínum ef mig langar til að kíkja í þær. Mamma yrði nú bara glöð ef ég gerði mér ferð til þeirra þó það væri bara tl að skoða einhverjar bókur


Sem betur fer áttaði þessi sölukona sig á því að ég væri ekki auðunnið fórnarlamb í bóksöluheiminum og þakkaði því bara pent fyrir.

Annars held ég að ég sé á lista hjá flestum sölumönnum yfir fólk sem þýðir almennt ekkert að reyna að selja nokkurn skapaðan hlut enda gerist þetta sem betur fer fyrir báða aðila ekkert svakalega oft. En samt nógu oft til að ég sé að hugsa um að fara að setja svona ónáðið ekki merki í símaskrána við nafnið mitt.

No comments: