Andskoti hata ég það þegar bloggið mitt týnist.
Var hálfnaður áðan að gera blogg og þá bara rak ég mig í einhvern takka og það bara púff ..... hvarf!
Ætli ef ég reki mig í takkann sem heitur "Delete your blog" þá bara púff, eigi ég ekkert blogg lengur. Ég þori eiginlega ekki að prófa það. Ætli ég geti límt límband yfir staðinn á skjánum sem sá hnappur birtist á? Ég meina sko ef maður vill ekki reka sig í einvhern takka á svona alls konar tækjum (eins og t.d. on off takkar á serverum) þá er gjarnan sett eitthvað yfir þá. Af hverju getur maður þá ekki bara líka sett eitthvað yfir svona takka á tölvuskjánum hjá manni.
Jæja en amk. ef bloggið mitt verður allt í einu bara alveg hvorfið þá veistu hvað hefur gerst. Þá hef ég sko rekið mig í þennan ólánstakka!
No comments:
Post a Comment