Sunday, June 22, 2003

Línuskautakapphlaupiðmikla
Nú var efnt línuskautakapphlaupsins hins mesta. Keppnin hófst við köfunarskúrinn í Nauthólsvík þar sem forkeppnin var fólgin í því að vera á undan að komast í línuskautana og allan viðeigandi hlífðarbúnað. Ég sigraði í forkeppninni en ekki með neinum yfirburðum og hefði líklega verið dæmdur úr leik þar sem ég svindlaði á þessum hefðbundna hlífðarbúnaði og var ekki með neinarhlífar á olnbogunum. Held meira að segja að ég hafi ekki náð að vera þessum tveimur hlífum sem ég svindlaði með á undan þannig að það var líklega orðið 1-0 frir Röggu áður en alvöru keppnin hófst. / alltaf að bulla svoltið í blogginu sínu / þurfti reyndar ekkert að bæta því við / enda vita það allir!!!!!!!!!!!!

Jæja. Hlaupið hófst óskaplega og fór Ragga betur af stað og hélt forystunnu lengi vel eða að minnsta kosti að einhverri beygju þarna á leiðinni. En þetta var ágætt og alveg stórfínt. Engin skakkaföll fyrir utan smápústra og eina dauða flugu, eða að minnsta kosti dáltið vankaða eftir árekstur við Röggu. Boltinn hitti hvorugt okkar, þrátt fyrir góða tilburði. Jæja, úrslitin eru svohljóðandi:



-.-.- Ragga Raggi Vegalengd
Köfunarskúrinn við Nauthól 0 0 0
Vesturendi Ægissíði 14 12 3,7
Köfunarskúrinn við Nauthól 27 23 7,4
Bekkurinn við Kringlumýrarbraut 33 27 8,5 ?
Köfunarskúrinn við Nauthól 38:30 31.21 9,6 ?

No comments: