Tölvuhremmingarnar mína
Sit núna fastur uppi á háalofti af því að ég get ekki lengur komist á internetið með fartölvunni minni út af því að ég er búinn að rústa henni of mikið! Hélt sko að ég yrði fljótur að rústa nýju háaloftstölvunni sem kostaði 7.000 kall en tókst í staðinn að rústa lappanum með því að tengja hann of fast við háaloftsfyrirbærið. Annars fyndið að kaupa gamla tölvu á 7000 kall. Er nebbla búinn að bæta við hörðum diski sem kostaði 12000 og vantar betra usb port sem kostar ábyggilega nokkur þúsund kall. Þetta verður fljótlega komið í einhverja hroðalega upphæð. Nei ég verð víst aldrei ríkur, enda kannski ekki gert ráð fyrir því.
Er líka að verða undarlegur held ég. Ætlaði að fara snemma að sofa en sit hérna undir miðnætti, drekk mitt dásemdar rosakaffi sem getur haldið heilum fíl vakandi í heilt ár og blogga tóma vitleysu. Vissir þú annars að fíllinn þarf ekki að sofa nema svona 3 tíma á sólarhring. Ég pant fá að vera fíll.
No comments:
Post a Comment