Sunday, June 29, 2003

Mikið hryllilega getur maður orðið þreyttur þegar maður þarf að vinna á sunnudegi
Er gjörsamlega að lognast út af. Kannski var flutningurinn hjá henni litlusystur svona erfiður áðan. Held að ég sé samt frekar einhvern veginn bara þreyttur. Sof sof. Er kominn með sterkan grun um að einhver hafi laumast til að skipta um kaffitegund hérna í vinnunni og sett koffínlaust kaffi í staðinn. Þá geta reyndar afleiðingarnar orðið svona!

Síðan er ennþá umhverfisvæna vikan í fullum gangi hjá mér þannig aðég er á hjóli og þarf að hjóla heim í rigningunni. Endurnærist þá væntanlega allur og mun ekki geta hugsað mér að leggja mig þegar ég drusslast loksins heim á leið. Vaki síðan fram yfir miðnætti og verð enis og úldinn froskur allan morgundaginn. Vona bara að ég sofni ekki ofan í súpudiskinn í hádeginu á morgun. Neinei, það er svo sem engin hætta á því þar sem ég fæ mér aldrei súpu. Kannski sofna ég bara sam. Hver veit.

Vell best að hætta þessu bulli og klára að gera það sem ég þarf að gera fyrir morgundaginn.

No comments: