Umhverfisvæna vikan
Jæja þá er það að endurtaka bloggið sem mistókst áðan. Jú ég er þrjóskur.
Efti hremmingar dagsins og slæm viðskipti mín við vélknúin ökutæki þá er ég að hugsa um að hafa næstu viku svona umhverfisvæna viku. Það byrjaði nefnilega þannig í morgun að þegar ég var bara í svona mestu makindum að keyra í vinnuna og var eiginlega kominn langleiðina í vinnuna (sem er reyndar mjög stutt) þá ákvað bíldrússlan að þetta væri bara orðið ágætt í bili. Ég bölvaði aulaskapnum í sjálfum mér að hafa ekki náð að koma ventlinum einhvers staðar þar sem ég gæti skilið hann eftir því þá hefði ég getað klárað dæmið gangandi en nei, ég var auðivitað með bílinn setindauðan úti á miðri götu.
Nú, eftir svona fmm mínútna bið þá fór hann auðvitað í gang eins og ekkert hefði í skorist og ég ók áfram. Hafði reyndar beygt einhverja hliðargötu og þurfi að fara smá sveig til að komast á rétta braut aftur. Þurfti svo að bíða á rauðu ljósi (sem var nú eiginlega mjög nálægt heimili mínu) nú og þar auðvitað fannst helvítis drusssslunni að þetta væri eiginlega aftu komið nóg. Núna tókst mér hins vegar að láta hann renna í bílastæði og hvað gerði ég? Jú, ég gekk heimtil mín, sótti hjólið mitt og hjólaði í vinnuna! Og merkilegt nokk, það var bara gaman! Var reyndar dálítið sveittur og úfinn á fundi sem ég þurfti á um leið og ég mætti en það var samt ágætt. Ég var í öllu falli með alveg fullt af súrefni ofan í mér. Þurfi lörugglega mun færri kaffibolla til að lifa fram að hádegi en ég er vanur að þurfa.
Síðan fyrr í kvöld þá fékk ég mér göngutúr til að sækja drussluna. Og það gekk nú reyndar ekki betur en svo að ég komst alveg alla leið með hann heim. Mér sýnist það eiginega vera alveg einsýnt að næsta vika verður umhverfisvika hjá mér. Ventillinn fer á verkstæði en ég munda til skiptis gönguskó, hlaupaskó, fjallahjól og línuskauta. Mun örugglega vekja athygli ef ég mæti á línuskautunum í vinnuna einhvern daginn í næstu viku!
Einhvern tíman í vetur bloggaði ég út í eitt um kaffilausu vikuna (ég man ennþá hvað sú vika var hroðaleg) en núna verður sem sagt bloggað um umhverfisvikuna. Hugmynindin er sem sagt sú að hreyfa ekki bílinn minn fyrr en eftir heila viku (fyrir utan það að ég ætla nú reyndar að fara með hann keyrandi á verkstæði því ég treysti mér ekki alveg til að draga hann þangað með handafli, þó ég sé auðvitað alveg ofboðslega sterkur ;)
No comments:
Post a Comment