Friday, June 13, 2003

Ferðaundirbúningur helgarinnar í hápunkti. - Þetta fer nú að komat upp í vana
Það er ætlunin að stíga hátt núna um helgina og arka alla leið upp á Hvannadalshnúk. Verst að veðráttan verður ekki sem skyldi óttast ég. Spáin er:

Suðausturland, Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Norðaustan og austan 3-8 m/s, en 5-10 við ströndina. Skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti 6 til 13 stig.
Veðurspá gerð 13. 6. 2003 - kl. 16:05
Næsta spá er væntanleg kl. 22:10

Jæja þetta getur samt orðið sæmilegt. Hnúkurinn verður bara að standa uppúr skýjunum. Annars gengur ferðalagsundirbúningurinn hraðar núna. En reyndar með svo miklum flumbrugangi að ég rak hausinn minn utan í vegg undir súð uppí á háalofti þegar ég var að finna til legghlífarnar mínar. Lá við að ég rotaðist. Ef eitthvað í textanum hér að ofan er ennþá undarlegra en ég er vanur að bullublogga þá vitið þið af hverju!

Vona að ég verði fær um að blogga ferðasögur á sunnudaginn!

No comments: