Það virðast allir vera að flýja og kannski ætti ég bara að gera það líka!
Mér sýnist að allar íbúðir í námunda við mig séu komnar á sölu. Þessi hérna síðast. Og þetta er eiginlega alveg ótrúlega vel heppnað. Íbúð sem ég held að sé svona frekar pínulítil virkar eins og verulega stór þriggja herbergja íbúð í auglýsingunni. En þetta er allt svo sem ágætt. Veit annars ekki hvort íbúarnir hafa laumast til að lesa bloggið mitt en hvað um það. Ég ætti kannski bara að fara að flytja sjálfur. Hvur veit, gæti vel tekið upp á því
Annars ef ég vil bara flytja til að flytja þá gæti ég flutt á hæðina fyrir neðan mig, eða í næsta hús við hliðina eða þar fyrir neðan nú eða hinum megin við götuna. Þetta virðist allt vera í sölu. Ætli ég hafi þessi áhrif á fólk.....
En ekki í kvöld. Er orðið hálf íllt ímaganum eftir að hafa borðað í kvöldmat heilt kílí af emmogemm. Verð örugglega feitur af því ef ekki óléttur.
Ég náði síðan því afreki áðan að setja mynd inn á Fotologgið mitt áðan. Og lagði inn pöntun fyrir nýrri og fínni digital myndavél Nikon D70. Á samt eftir að koma í ljós hvort mér takist að eignast hana í þessari atrenu.
En þessi aprílgöbb. Hverju dettur í hug að trúa því að það eigi að fara flytja styttuna af danska kónginum fyrir utan stjórnarráðið mér er spurn. Aulalegra aprílgabb hef ég ekki séð lengi. En samt voru þeir búnir að vanda sig alveg rosalega. Voru með Davíð Oddsson með í gríninu og allt saman. En Baggalútur var bestur. Lýsti því bara yfir að á þeim bænum yrði ekki gert eitthvað grín með ósönnum fréttum heldur myndu þeir bara halda sínu striki og hafa sannleikann að leiðarljósi nú sem endranær.
No comments:
Post a Comment