Sunday, April 04, 2004

Biflíusögur í bíó


Fór í kvöld að sjá þessa voðalegu mynd og ég verð eiginlega að segja að miðað við hvernig mér leið yfir þessum tortúr og hve aldraður ég er orðinn þá ætti myndin að vera bönnuð innan 38 ára eða kannski bara fólki eins og mér og flestum öðrum.

Ég veit reyndar ekki hvort það var súri kjúklingurinn sem ég át í kvöldmat eða myndin sjálf en mér varð hálf flökurt yfir á sumum stundum í myndinni. En mér fannst hún samt góð. A.m.k. áhrifarík. Og ég held að þeir sem eru mest að gagnrýna hana séu að gera það einhvern veginn litaðir af því að vera of mikið trúaðir eða of mikið trúlausir. Þó þetta hafi verið áhrifarík mynd þá held ég að hún hafi ekki breytt neinum skoðunum mínum á kristindómi, gyðingum eða öðru ágætu fólki.

En þetta er allt í lagi. Núna er ég bara farinn að horfa á "When Harry met Sally" á Skjá einum. Hin fullkomna mynd sem maður getur treyst. Held meira að segja að í einhverju netprófi hafi það verið myndin um mitt eigið líf.

No comments: