Sunday, April 04, 2004

Alveg ótrúlegt hvað þetta skattframtal getur reynt á mann!


Er búinn að vera að hamast við þetta frá því eldsnemma. Var byrjaður einhvern tíman uppúr klukkan ellefu. Byrjaði þá reyndar með hjartað í buxunum að athuga hvort ég kæmist inn í framtalið. Og vit menn það virkar ennþá. Það er sem sagt ekki búið að loka á mig og ég hef því enn tækifæri til að gera þetta almennilega. Dagurinn hefur því liðið hratt við framtalsgerð sem hefur m.a. falist í því að:

Finna til fullt af nótudóti til að gera grein fyrir vísindastyrk og rekstri.

Komast að því að þegar ég skilaði VSK skýrslu í febrúar þá hef ég gleymt að taka með alveg fullt af frádrætti sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við núna.

Komast að því að ég á einhverja þúsundkalla í banka og fékk einhverjar krónur af þeim í vexti og borgaði síðan einhverja aura af því öllu saman í fjármagnstekjuskatt.

Fara út að hjóla og í sund.

Labba niður Laugaveginn og kaupa pulsu.

Og blogga smá sem ég er að gera núna.

Það er sem sagt greinilega ekki tekið út með sældinni að gera þetta skattframtal. Sérstaklega þegar veðrið er eins og það er í dag.

Næsti hluti skattframtalsins er fólginn í að lesa Fréttablaðið og síðan reikna ég með að finna einhverjar tölur til að setja í einhverja reiti.

Það er reyndar kannski allt í lagi að það komi líka fram að þessi leti mín og ómennska varðandi framtalsgerð stafar að einhverju leyti af því að ég er með agnaragnar rekstur og það gerir þetta allt saman dálítið flókið. Fram að þeim tíma lagði ég metnað minn í að vera aldrei meira en hálftíma með framtalið!

No comments: