Monday, April 12, 2004

Fermingraraveislur


Ekki alltaf leiðinlegt að fara í fermingarveislur. Fór í eina í dag. Veit ekki alveg hvað það segir manni að vinir manns séu að halda sína síðustu fermingarveislu af þremur. Þeir fara líklega hvað úr hverju að gifta frá sér krakkagríslingana sína. Þetta eru líklega einhvers konar ellimerki, líka þegar það er farið að skipuleggja fertugsafmæli á árinu. En hvað um það, það er gaman að fara í fermingarveislur og hitta vinina sína sem maður hittir allt of sjaldan. Reyndar komið að mér að halda partý næst var mér tjáð. Annars ætti ég kannski að halda mánaðarleg partý þangað til ég næ öllum hinum. Yrði kannski um áramótin.

Annars komu sumir vinir eitthvað seinna en aðrir vinir og sérstaklega Sigga Vala sem kom mér til mikillar furðu í þessa fermingarveislu og voru furðurnar þrjár:

1: Ekki hafði ég grun um að hún myndi vera þarna
2: Hún kom þegar veislan var búin
3: Hún var með eikkuddn kaddl með sér

Jæja, gott hjá henni en kannski var hún bara í vinnunni sinni og ekkert að mæta í fermingarveislu. A.m.k. er undarlegt að mæta klukkan fimm þegar veislan byrjar klukkan tvö! Jafnvel ég myndi ekki mæta svo seint - en ég er nú ekki alveg normale eins og sumir vita. Stóðum við Maggi eins og dyraverðir við innganginn þegar hún var að koma en eiginlega allir farnir. Hún átti kannski bara að hafa svona síðbúið söngatriði þarna í veislunni. Hvað veit ég.

Jæja, spennandi á morgun: Eignast ég nýja myndavél eða ekki. Kemur í ljós.

No comments: