Sunday, April 18, 2004

Hvað er eiginlega að þessum auglýsendum


Þegar ég fer inn á moggavefinn þá kemur einhver fáránleg græn Létt og laggott klessa yfir það sem ég ætla mér að lesa. Þetta á að vera auglýsing sem ég skil ekki hvernig er hugsuð. Ég þarf að leita að einhverju litlu kjánalegu exi til að loka þessum óskapnaði og því miður fyrir Létt og laggott, ég var það lengi að loka þessu spami að ég sá alveg hvað verið var að auglýsa. Ef ég væri að kaupa Létt og laggott dags daglega þá myndi ég líklega hætta því ef ég lífsins mögulega gæti.

Hvernig dettur einhverjum í hug að leiðinleg uppáþrengjandi truflun verði til þess að maður kaupi eitthvað. Í mínu tilfelli þá er þetta síðan auðvitað tvöfalt áreiti því ég þurfti að blogga um það líka ;)

Annars þá var ég að sjá að það er vís Osta- og smjörsalan sem framleiðir líka Létt og laggott. Kannski ég farið bara að borða innflutta osta og Sólblóma í mótmælaskini.

No comments: