Saturday, April 03, 2004

Melónur og vínber fín....

og líka gúrkur


Var að lesa Fréttablaðið og þar var einhver stórmerk grein um sálfræði stórmarkaða. Reyndar ættu forsvarsmenn margra verslana á Íslandi að kynna sér þetta því oft á tíðum þá bókstaflega þarf ég að flýja hroðalegan tónlistarsmekk þeirra sem ráða ríkjum. Man t.d. einu sinni í Hagkaup á dönskum dögum að danskt sápupopp frá níunda áratugnum var stillt á hæsta og ég eiginlega þurfti að hlaupa út úr búðinni. Hefði sett í mig eyrnatappa ef ég hefði verið með þá. Spurði stelpuna á kassanum hvort hún væri ekki löngu búin að missa vitið af þessum hávaða. Hún horfði á mig augum sem vildu helst drepa einhvern og sagðist ekki ráða þessu sjálf. Ég held að ég viti hvern hún vildi helst drepa. Ég held að ég hafi ekki verið á þeim lista.

En greinin. Það var rannsókn sem sýndi að fólk (bæði karlar og konur) kaupa melónur í stíl við þá brjóstastærð sem er í tísku þá og þá stundina. Melónuræktendur þurfa sem sagt að vera meðvitaðir um brjóstatískuna og kenna melónunum að vaxa í samræmi við það. Þetta getur vel verið satt og rétt en þá finnst mér að það eigi að gera sambærilega rannsókn á gúrkum og það undireins. Maður náttúrlega fyllist alveg þvílíkri minnimáttarkennd þegar maður hættir sér inn í vígi grænmetisætanna og sér þessar gúrkur sem eru a.m.k. einhverjar 10 tommur og allt upp í svona 40 til 50 sentímetra. Ég er viss um að gúrkur í almennri meðalstærð svona 6-7 tommur skv. einhverri könnun myndu seljast miklu betur auka kaupgleði almennt all verulega!

Svo er það þetta með vínberin...

No comments: