Thursday, April 01, 2004

hí hí aprílgöbb


Alveg ótrúlegt hvað maður er vitlaus. Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu.

Það var sko nefnilega gabbað mig......

Í morgun kom tölvupóstur um að það væri nammi í afgreiðslunni. Ég hljóp nú ekkert af stað en ætlað að fá mér svona eins og eitt nammi um leið og ég væri að fara á einhvern fund. Fattaði síðan á leiðinni að það væri auðvitað verið að plata mig og ætlaði ekki að láta leika á mig. En lét þar með leika á mig því það var nefnilega nammi í afgreiðslunni.

Þetta er síðan hrein snilld. Var að lesa um alls konar aprílgöbb þegar ég rakst á þetta og hvað ég varð forvitinn. Er þetta SETI ruggl loksins að skila einhverjum niðurstöðum. Man að fyrir svona fimm árum setti ég þetta upp á einhverjum tölvum og þótti rosalega sniðugur. Ja ég hljóp ekki fyrsta apríl en ég smellti fyrsta apríl!

No comments: