Tuesday, April 27, 2004

Er orðinn aulingi


Narraði sjálfan mig í Esjugöngu í kvöldsólinni. Heldur var hún nú blaut. Komst að því á seinustu metrunum að það er búið að hækka fjallið um töluvert marga metra. Held að það sé að nálgast að minnsta kosti 1200 metra. Sprakk á leiðinni og náði ekki nema upp að klettunum á klukkutímanum. Gekk reyndar ágætlega framaf en seig hægt og rólega á ógæfuhliðina eftir því sem ofar dró.

Appelsína og Lionbar reyndist síðan vera galdrameðal þarna uppi og gat ég tekið gleði mína á ný. Var reyndar held ég fljótastur upp af þeim sem voru samferða mér. Vorum reyndar eins og stundum bara samferða á leiðinni niður en ekki upp. En þetta var að minnsta kosti töluvert hressandi þó ég sé ennþá eiginlega algjörlega uppgefinn eftir þetta puð.

Reyndi að verða skáldmæltur á leiðinni niður en gat ekki neitt á því sviðinu frekar en öðru. En eftir heitt bað, lestur í lykli Da Vincis og ediláns indverskt kjúklingasull kom þetta:


Þeir stikuðu stóruhug'á fjallið
Um leið og að komið var kallið
því leiðin bar greið
en ekki mjög breið
og upp'í þeim ólgaði gallið.




No comments: