Sunday, April 11, 2004

Var þá ekki krummi búinn að verpa í eldhúsinu hjá mér


Ég verð að játa að ég varð verulega undrandi í morgun. Hefur ekki einhver krummaskömm laumnast inn um opinn eldhúsluggann hjá mér og gert sig heldur betur heimakominn. Hann var reyndar sjálfur á bak og burt þegar ég vaknaði en hann var búinn að verpa þessu líka fína súkklaðieggi á eldhúsborðið.

Hér sést hinn kolsvarti hrafnsungi sem prýddi hið dularfulla skilaboðaegg
krumma og mónu og fannst í eldhúsinu á efstu hæð í græna húsninu
við Laugaveginn að morgni páskadags 2004

Reyndar dálítið undarlegt að unginn var ekki innaní egginu eins og ég átti von á heldur ofan á því. Innan í egginu var síðan alls konar góðgæti og einnig ákaflega dularfull skilaboð:

Penninn er máttugi en sverðið

Undirskriftina skildi ég samt engan veginn. Það stóð undir "Móna"

Veit einhver hver þessi kona móna er. Stendur hún í einhverju leynilegu ástarsambandi við þessa krummaskömm eða er ég bara að verða vitlaus.

Annars er Páskadagsmorgunn hér í slömminu í miðbænum ekki svo rosalega friðsæll. Ég sver það að ég heyrði ekki betur en að götusóparinn hefði verið að fara um götuna einhvern tíman milli 8 og 9 í morgun. Já það þarf auðvitað allt að vera hreint og fínt á páskadag en mér finnst nú að fólk megi sofa fram yfir klukkan 9 eða 10 á páskadag.

Síðan er búið að ganga á stöðugri merkjagjöf á milli hringjaranna hjá Hallgrími á Skólavörðuholtinu og honum kollega hans á Háteigi. Það heyrðist jafnvel óma eitthvað úr norðri þar sem Laugarnesshringjarinn er væntanlega líka að fara hamförum. Og svo til að skemma þetta endanlega þá er ekkert í útvarpinu annað en messa og þessi aulalegi stjörnuspekiþáttur.

Jæja, fer bara að spíla eikkuddn disk og borða meira af hrafnsegginu góða. Er annars ekki örugglega alltaf löglegt að fá sér ekk í morgunmat. Var reyndar að hugsa um að spæla það og hafa beikon með.

No comments: