Friday, April 02, 2004

Það er þetta með bílastæði og gangstéttar


Það er nefnilega ekki sami hluturinn sko


Af því að ég var svo mikill snillingur á miðvikudaginn að slíta hljóðkútinn undan sjálfrennireiðinni þá þurfti minn eðal vagn á verkstæði. FAnn þetta líka sallafína pústverkstæði svo vel staðsett að ég var í göngufæri. Keyrði því þangað og gekk síðan þaðan í vinnuna.

Göngutúrinn varð hinn áhugaverðasti. Framan af stundaði ég massaða fuglaskoðun og var meira að segja farinn að reyna að taka myndir af tveimur krúnkandi hröfnum. Náði reyndar engri mynd þar sem myndavélin var við það að verða batteríslaus og foglarnir eitthvað sneggri á sér en myndavélin, þrátt fyrir að krummarnir hafi yfirleitt ekki verið þekktir fyrir sérlega snöggar hreyfingar.

Þegar ég nálgaðist vinnuna mína fór gamanið að kárna. Ég náttúrlega reyndi að tryggja mitt eigið öryggi með að ganga á til þess gerðum gangstéttum eða til þess hélt ég að þessar steypubrautir meðfram akbrautnum væru. En nei ég komst að því að steypubrautirnar eru í mörgum tilfellum hugsaðar meira sem sérhönnuð bílastæði.

Og þetta höfðu ökumenn K 426, AB 829 og MZ 558 blessunarlega gert sér grein fyrir!









Skammistykkarsvo!

No comments: