Da Vinci lykillinn, eftir Dan Brown
Ætlaði nú eiginlega ekkert að vera að lesa en var í Kringlunni og fékk skyndilega ómótstæðilega löngun til að setjast niður á Kaffitár og lesa bók. Fór þess vegna bara í Eymundsson og keypti bók til að lesa. Alltaf gaman að vera bóhemlegur og lesa skáldsögu á kaffihúsi, jafnvel þó það sé í Kringlunni.
En vá hvað ég var síðan heppinn að sleppa við þetta sem var bara rétt eftir að ég yfirgaf Bóhemlífið í Kringlunni!
Þetta er síðan svona hroðalega spennandi bók sem maður getur eiginlega ekki farið að sofa eftir að hafa verið að lesa! Ætli mig dreymi ekki einhver hræðileg miðaldabræðralög á nútíma sem dunda sér við það að murka lífið hvert úr öðru.
No comments:
Post a Comment