Það var aftur reynt að drepu mig
Í gær var það einhver kona á einhverjum ljótum jeppa. Í dag var það gráhærð kelling á gráum fólksbíl, nebblega NA-068 sýndist mér sem reyndi að drepu mig þar sem ég var í sakleysi mínu að hjóla í Skipholtinu og reyndi að halda umferðarhraða svona næstum því.
Annars þá var þetta með ólíkindum. Kerlingarálftin horfði á mig, ég þóttist ná augnsambandi við hana og síðan keyrði hún bara beint af stað. Horfði á mig nálgast, bremsa í botn til að fara ekki í hliðina á henni og keyrði svo bara áfram í mestu makindum. Hvað er eiginlega að íslenskum ökumönnum. Ég hélt að íslenska veðrið væri stærsta vandamálið við að hjóla á Íslandi en það virðast vera gjörsamlega óhæfir ökumenn sem eru fullkomlega gjörsneyddir raunveruleikaskynjun. Það þyrfti kannski að setja ökumenn í einhvers konar siðferðispróf til að finna þá sem álíta hjólandi fólk ekki vera fólk.
Ef einhver sem les þetta kannast við konuna á NA-068 (sem er grár smábíll - ef ekki þá mislas ég númerið) þá má alveg skamma hana meira en pínulítið frá mér og benda henni á að maður bara gerir ekki svona.
No comments:
Post a Comment