Stundum nennir maður ekki að gera það sem maður ætlaði sér að gera
Ætti sko að vera að vinna eitthvað núna eða a.m.k. gera eitthvað vinnutengt. En hef þá undargegu kenningu að maður hljóti alltaf að gera það sem mann langar mest til að gera eða vill mest gera. Sit þess vegna í vellystingum praktulega uppi á hanabjálkanum mínum og blogga bull og vitleysu, eftir að hafa setta fullt af myndum á Fótologginn minn og stolist til að lesa eina af þessum bráðsnjöllu kiljum sem fást í MM á 390 kall stykkið og er að maula brauðfiska.
No comments:
Post a Comment