Klúðraði umhverfisdögunum mínum gjörsamlega áðan
Bíldrússlan fór nebblega í gang þegar ég prófaði hann áðan. Burraði heim á honum og úr því að hann gekk þetta líka svaka flott þá skrapp maður náttlega einn rúnt niður Laugaveginn.
Ætlaði síðan að kaupa eitthvað matarkyns en það varð nú bara að einni pulsu! Ekki sérlega góður kvöldmatur það en sleppur nú alveg fyrir horn þar sem það er svo svakagóður grænmetisréttur alltaf í hádeginu á miðvikudögum í vinnunni. Lengi lifi Tobbbi.
Verslaði annars miklu betra nebblega matreiðslubók til að geta eldað eikkurn ammilegan mat einhvern tíman seinna. Svona t.d. þegar ég verð gamall. Nei bara grín, ætlað að elda úr bókinni á hinn daginn held ég. Annars var þetta útsala. Keypti þrjár kiljur, nýju matreiðslubókina hennar Nigelu (ætla sko að elda þetta sem var í sjónvarpinu áðan) og Leonardo spilið. Telst til að ég hafi grætt 1000 kall á hverju einasta stykki sem ég keypti. Reyndar skil ég það ekki alveg þar sem þetta dót kostaði alls uppundir 7000 kall. Svakalegt hvað það getur verið dýrt að spara á Íslandi!
Lofa því síðan hátíðlega að fara á hjólhestinum í vinnuna á morgun og lofa líka að láta ekki keyra yfir mig.
Amen, kúmen hálsmen.
(verulega gamall og verulega lélegur djókur)
No comments:
Post a Comment