Wednesday, July 02, 2003

Umhverfisvænu dagarnir halda áfram
Sambland af bílnum mínum bilaða, afmæliskökunni, hjólinu mínu og konu sem kann ekki að keyra var í sameiningu næstum búið að kosta mig lífið eða a.m.k. lífstílinn í gær þegar ég var að hjóla heim úr vinnunni. Var að hjóla, reyndar ekki í mesu makindum heldur á fullri ferð á Háaleitisbrautinni þegar einhver helv. jeppi (já það var reyndar kona sem var að keyra hann) keyrði bara beint fyrir mig. Stoppaði svo úti á miðri götunni til að bíða eftir einhverjum bílum sem hún vildi sko ekki að myndu keyra á sig. Forgangsröðunin greinilega á hreinu hjá henni. Passaði sig á að lenda ekki í árekstri við bíla sem gætu skemmt jeppadrussluna hennar en skeytti ekki mikið um hjólamanninn sem var við það að breyta framtíð sinni varanlega með að hjóla beint inn í hliðina á henni. Veit reyndar ekki hvort hún sá mig eða ekki en einhvern veginn þar sem henni brá ekki hið minnsta við að sjá mig og skelfingarsvipinn á mér þegar ég var að nauðhemla þá hef ég hana grunaða um að hafa séð mig og bara ekki talið mig skipta neinu einasta máli. Líklega verið einhver strákpjakkur á hjóli. [má reyndar geta þess að í mínum huga var hún tillitslaus keddling á jeppadrusslu en líklea voru nú ekki mörg ár á milli okkar í aldri]

Held að hún hafi ekki áttað sig á því að eitthvað hafi verið öðru vísi en það átti að vera fyrr en hún sá hversu svakalega reiður ég varð. Og fyrir þá sem þekkja mig þá vita þeir að þegar ég verð reiður þá verð ég reiður. Þeir vita það reyndar líka að ég er svona frekar ekki mikið langrækinn Þannig að ég var ekkert lengi reiður og hjólaði bara í burt. Verst að ég gleymdi að taka mynd af henni til að setja dálkinn, eftirlýstur, dead or a live.

Síðan í dag
Er búinn að komast að fjórum nýjum atriðum:

1. Bíllinn minn er meira bilaður en venjulega þar sem hann vill ekki ennþá fara í gang.

2. Það verður bið á að hann komist í lag þar sem a.m.k. fyrsta verkstæðið sem ég talaði við átti engan tíma handa mér fyrr en eftir tvær vikur

3. Rigningin er blaut.

4. Það er meiriháttar hressandi að hjóla í vinnuna í rigningu ef maður er klæddur til þess.

Þetta er því allt í góðum málum en líklega fer ég að venja mig á að hjóla með hjálm, sem ég reyndar gleymdi í morgun. Það er þannig þá líka bara heilmiklar líkur á að umhverfisdagarnír mínir haldi áfram.... skyldi Morten vita af þessu?

No comments: