Latur bloggari
Hef ekki nennt að blogga nein ósköp að undanförnu, enda haft það bara allt of gott í sumarfríinu mínu. Hef annars verið duglegri að fótologga. Eins og svona þegar systkini mín komu í mat til mín og þegar ég fór sjálfur hamförum báðum megin við myndavélina.
Er síðan líka kominn á fullt við ferðalagaskipulagningu enda ekki seinna vænna þar sem stórt verður skammra högga á milli á næstunni. Fyrst vaðferðin ægilega þar sem e.t.v. verður skrýtnast að litlasystir ætlar að draga kælastann á fjöll! - veit annars ekkert hvort hann kunni neina sklingísku, hann velðul nú annals að læla það ef það á að vela ekkvað vit í sampantinu.
Síðan er búin að fæðast hugmynd um að fara í hjólaferð til Suðvestur-Frakklands seinna í mánuðinum. Upp í Píreneafjöllin og vita hvernig er að þræla þar í endalausum brekkum.......
No comments:
Post a Comment