Monday, July 21, 2003

Það er sumar!
Hjólaði út um allan bæ í bílleysi mínu í dag. Alla leið upp í Breiðholt í ammimælisveisluna hennar Þórhildar. Svitnaði þvílíkt á leiðinni að ég vissi varla hvað!


Á leiðinni til baka fórum við í gegnum Elliðaárdalinn og var þá vissara að hafa munninn lokaðann ef maður vildi ekki innbyrða fleiri og hálft kíló af flugum. Eru annars bara ágætis prótein. Kom sér vel að vera með gleraugu en flugurnar voru eins og skæðadrífa á andlitinu á mér þegar ég var kominn á fulla ferð (sem er sko full eins og gera má ráð fyrir).

Eftir að hafa í kvöld hjálpað litlusystur að taka uppúr kössunum í nýju íbúðinni þá komst ég að því mér til mikillar undrunar að það er samt að koma haust, eða það kemur að minnsta kosti einhvern tíman. Það var svo rökkvað um lágnættið að ég kveikti á ljósinu aftan á hjólinu!

O jamm.

No comments: