Ekki er maður frakki þó að hengdur sé
Komst að því í hádegisskokkinu að annað hvort þarf ég að fá mér sterkari gleraugu eða gelda ímyndinaraflið. Sem ég var að skokka í Laugardalnum þá sá ég hvar einhver virtist hafa hengt sig úti á svölum í einhverri villunni við Laugarásveginn. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var rétt en samt ekki alveg. Það hafði nebblega enginn hengt sig heldur hengt upp frakkann sinn á herðatré úti á svölum. Kannski hafði hann hengt sig í frakkanum en slitnað síðan niður sjálfur. Hver veit.
Annars var þetta svaka fínt skokk. Sá ekkert til hlaupafélaganna þannig að ég varð fyrst að fara einn hring fyrir Sigþór og síðan annan fyrir Hauk strax á eftir. Fór þess vegna heila tvo hringi. Synti síðan fyrir þá báða líka. Æji, þetta þýðir það að ég hljóp bara fyrir þá en ekkert fyrir sjálfan mig. Bæti úr því einhvern tíman.
Síðan var eins gott að ég fór að hlaupa í hádeginu en ekki í þessa spjótkastkeppni
Ég hefði eflaust tapað aftur fyrir henni!
No comments:
Post a Comment