Málverk sem listaverk eða ekki listaverk
Var að hlusta á menningarvitana í kastljósi í RÚV áðan um það hvað er list eða ekki list. Og maðurinn lét út úr sér eitthvað sem var ekki hægt að skilja öðruvísi en að það skipti í raun engu máli hvað væri á mynd til að hún væri listaverk. Það skipti öllu máli eftir hvern hún væri. Eins og hann sagði að ef maður kaupir einhverja mynd af götusala á Majorka þá geti manni fundist það vera hin fallegasta mynd en það verður ekki neitt listaverk nema það sé eftir einhvern alvöru listamann. Ég veit eiginlega ekki hvað maðurinn var að meina en það var bara ekki hægt að skilja hann neitt öðruvísi. Menningarsnobb hvað!
Einhver sagði mér að horfa meira á innihaldið en umbúðirnar. Fyrir myndlist þá hlýtur það að horfa meira á hvernig myndin lítur út en eftir hvern hún er. A.m.k. ef hún á að hanga uppi á vegg hjá manni.
No comments:
Post a Comment