Thursday, July 31, 2003

Ferðahuggurinn
Ferðaplönin ganga bara vel hjá mínum. Kominn á nýja skó, enda ekki vanþörf á þar sem gömlu skórnir mínir voru orðnir all sjúskaðir að framan. Mun núna næstu árin ganga á Meindl Makalu Pro. Örugglega rosalega prófessjónelt að ganga á slíkum skóm.

Varð það annars á í gær að fara til Ferðafélagsins og fá nýtt eintak af skírteininu mínu þar sem því gamla var stelt af mér. Borgaði í gegnum einkabankann minn rétt áður en ég fór af stað í þann leiðangur. Neinei, þegar ég kom á staðinn var ég að sjálfsögðu meðhöndlaður sem glæpamaður þar sem ég var ekki með almennilega greiðslukvittun. Þurfti sjálfur að fara inn í Einkabankann og sýna þeim að ég væri búinn að borga. Hvílíkt og annað eins. Það munaði ekki nema hársbreidd að ég segði mig úr þessum undarlega félagsskap. Ætti annars að gera það þar sem ég er miklu meira fyrir Útivist en FÍ. Verst að Útivist á eiginlega enga skála til að slæpast í. En hvað um það.

Skunda núna í mínum fjallaskóm á fund ferðafélaganna til að undirbúa fund fjallanna sem hefst á morgun. Kominn með GSM punkta og hvaðeins, verð með GPS síma meðferðis og er að hugsa um að fá mér líka M&M neyðartalstöð.........

No comments: